Skip to main content

Fréttir

Úthlutun úr styrkjum Rannsóknasjóðs 2020

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið úthlutun nýrra styrkja fyrir árið 2020. Alls bárust 382 gildar umsóknir í sjóðinn og voru 55 þeirra styrktar eða um 14% umsókna og þar af eru aðeins tveir verkefnisstyrkir á sviði hugvísinda og lista. Annar þeirra tengist verksviði Árnastofnunar og er rannsókn sem Anders Winroth og Viðar Pálsson leiða í samvinnu við Elizabeth Walgenbach. Tvö doktorsverkefni sem tengjast stofnuninni og gögnum hennar fengu brautargengi. Annars vegar verkefni Ermengildu Rachel Müller sem fjallar um uppruna og áhrif fyrstu sagnasafnanna sem prentuð voru á íslensku. Leiðbeinandi hennar er Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hins vegar verkefni Katrínar Lísu van der Linde Mikaelsdóttur sem fjallar um norvagisma í íslenskum handritum frá 1350–1450. Leiðbeinandi er Haraldur Bernharðsson, dósent við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands.