Skip to main content

Fréttir

Vandinn við minnið

Írsk-íslenska rannsóknanetið í minnisfræðum heldur samhliða Hugvísindaþingi málþing undir yfirskriftinni Vandinn við minnið (The Trouble with Memory).

Þingið stendur í tvo daga í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst með skráningu kl. 8.30 föstudaginn 13. mars. Emily Lethbridge, Gísli Sigurðsson og Úlfar Bragason fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru á meðal fjölmargra fyrirlesara.

Háskóli Íslands.

Sjá dagskrá og nánari upplýsingar (á ensku)

Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.