Skip to main content

Fréttir

Vefsíða í kjölfar ráðstefnu um lagahandrit

Í nóvember á síðasta ári var haldin ráðstefna sem bar heitið Íslensk lög í samhengi og var á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Lagastofnunar Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni komu saman sérfræðingar í handritafræðum og miðaldafræðum til þess að skoða Jónsbók og Kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar, lagabækur sem skrifaðar voru í lok þrettándu aldar. Báðir þessir textar voru oft afritaðir, oft í sama handriti, alveg frá lagasetningunni til loka miðalda.

Í kjölfar ráðstefnunnar hefur verið ákveðið að stofna rannsóknarnet þar sem hægt er að skapa umræðu um útgáfu og miðlun lagatexta og miðla nýjum rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi.

 Sjá hér: Icelandic Legal Manuscripts Research Network

Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig.