Skip to main content

Fréttir

Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar árið 2020

Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir eitthvað sem vel er gert á sviði málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu.

Á málræktarþingi, sem haldið var 26. september og bar yfirskriftina Viðhorf til íslensku, fengu eftirtaldir viðurkenningu:

Viaplay hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir frumkvæði í textun erlends efnis frá streymisveitu.

Útvarpsþátturinn Nýjar raddir hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir frumkvöðlastarf í að leyfa röddum innflytjenda sem tala íslensku að heyrast.

Á myndinni eru Hörður Magnússon fyrir Viaplay og Baldvin Þór Bergsson fyrir Nýjar raddir ásamt Ármanni Jakobssyni, formanni Íslenskrar málnefndar.

Á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar var einnig kynnt Ályktun um stöðu íslenskrar tungu  2020. Hana má lesa hér.