Skip to main content

Fréttir

Hátíðarfyrirlestur á lokadegi Fornsagnaþings

Andrew Wawn, prófessor við háskólann í Leeds, flytur hátíðarfyrirlestur á lokadegi 17. alþjóðlega fornsagnaþingsins kl. 9 í Háskólabíói, sal A.

Fyrirlesturinn nefnist Njála in Svarfaðardalur, c. 1773. Fundarstjóri er Natalie van Deusen. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Lífsblómið - salon veggur
Lífsblómið - Fullveldi Íslands í 100 ár

Sýningin Lífsblómið – Fullveldi Íslands í 100 ár opnaði þann 17. júlí síðastliðinn. Hún er samvinnuverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafns Íslands og Listasafns Íslands. Auk þess hafa önnur söfn og stofnanir, sem og einkaaðilar, bæði hér á landi og í Danmörku, lánað verk á sýninguna. Sýningunni er ætlað að veita sýn á ýmis átakamál á fullveldistímanum. Á henni má m.a.

Miðaldahandrit í heimsókn

Reykjabók Njálu og Ormsbók komu til landsins frá Kaupmannahöfn þann 5. júlí en bækurnar verða til sýnis í Listasafni Íslands á sýningunni Lífsblómið – Fullveldi Ísland í 100 ár sem opnuð verður almenninga þann 18. júlí næstkomandi.

Bækurnar eru  tvö af merkustu miðaldahandritum Íslendinga og er mikill fengur að fá þær að láni frá Dönum í tilefni sýningarinnar.

Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku 2018

Mánudaginn 2. júlí, hófst fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku í Háskóla Íslands. Námskeiðið er ætlað erlendum háskólastúdentum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gengst fyrir námskeiðinu í samvinnu við hugvísindasvið Háskóla Íslands og annast skipulagningu þess. Þetta er í þrítugasta og annað skiptið sem slíkt námskeið er haldið.

Fræðslufundur
Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 24. mars 2018, kl. 13.15 í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands.
Alþjóðlegt fornsagnaþing á Íslandi

Dagana 12.–17. ágúst næstkomandi verður 17. alþjóðlega fornsagnaþingið haldið í Reykjavík og Reykholti. Yfirskrift þess og aðalviðfangsefni er Íslendinga sögur en þess verður einnig minnst í dagskrá þingsins að um þessar mundir eru 900 ár liðin frá upphafi lagaritunar á Íslandi.

Íslenskar bænir fram um 1600

Íslenskar bænir fram um 1600 hefur að geyma elstu bænir á íslensku, bæði stakar bænir og heilar bænabækur sem varðveittar eru í handritum, sumar í Árnasafni en margar hverjar í erlendum handritasöfnum. Miðað er við árið 1600 vegna þess að upp frá því taka prentaðar bænabækur æ meir við hlutverki bænabóka í handritum. Ýmsar stakar bænir hafa verið gefnar út áður á prenti en bænabækurnar ekki, nema prentuð bænabók Guðbrands Þorlákssonar frá 1576 sem er með í útgáfunni. Bænatextunum fylgir ítarlegur inngangur, skýringar og skrár, bæði nafnaskrá og skrá yfir upphöf bæna.

Segulbönd Iðunnar

t  eru komin 160 kvæðalög úr safni Kvæðamannafélagsins Iðunnar, á bók og fjórum geisladiskum. Segja má að útgáfan sé framhald af Silfurplötum Iðunnar sem gefnar voru út í tilefni af 75 ára afmæli félagsins árið 2004. Þar voru gefin út 200 kvæðalög úr hljóðritasafni félagsins sem teknar voru upp á lakkplötur á árunum 1935 og 1936. Hér birtast nú rímnalög sem eiga það sameiginlegt að hafa verið hljóðrituð á segulbönd eftir að sú tækni kom til sögunnar hér á landi, eða á árunum í kringum 1960.