Skip to main content

Fréttir

Bjartsýni og framkvæmdahugur á ársfundi

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var haldinn árla mánudaginn 14. maí 2018. Dagskráin var þéttskipuð og flutti bæði fólk innan og utan stofnunar stutt erindi. 

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar stofnunarinnar, setti fundinn með kraftmiklu ávarpi þar sem 100 ára gamalt símskeyti og skopsagan um húsbyggingu eina á Melunum komu við sögu.

Bjartsýni og framkvæmdahugur á ársfundi

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var haldinn árla mánudaginn 14. maí 2018. Dagskráin var þéttskipuð og flutti bæði fólk innan og utan stofnunar stutt erindi. 

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar stofnunarinnar, setti fundinn með kraftmiklu ávarpi þar sem 100 ára gamalt símskeyti og skopsagan um húsbyggingu eina á Melunum komu við sögu. Hér má lesa ávarp Þorsteins í heild.

Skjalastjóri hefur störf

Steinunn Aradóttir hefur verið ráðin skjalastjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Steinunn lauk cand.mag.-prófi í félagsfræði og landafræði frá Háskólanum í Ósló og síðar MLIS-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hún í tíu ár sem skjalastjóri hjá Landmælingum Íslands. 

Steinunn er boðin velkomin í starfsmannahóp stofnunarinnar.

 

Ráðstefna um annarsmálsfræði - skráning hafin

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Rannsóknarstofa í máltileinkun við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands gangast fyrir ráðstefnu um rannsóknir á sviðum annarsmálsfræða, tvítyngi, tileinkun máls og menningar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli í Norræna húsinu 25. maí. Lesa meira hér.

 

Rímur og rapp á Barnamenningarhátíð

Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, tók þátt í skapandi verkefni með Reykjavíkurborg sem nefnist Rímur og rapp. Sköpunin gat af sér afurð, lagið Ostapopp, sem var frumflutt í Hörpu við opnun Barnamenningarhátíðar 2018 þriðjudaginn 17. apríl.

Eins og í öllu skapandi starfi tók verkefnið ýmsar sveigjur í sköpunarferlinu. Rósa segir svo frá: