Greinasafn með 11 greinum um valin íslensk handrit.
Árið 2009 var handritasafn Árna Magnússonar, sem varðveitt er sameiginlega í Reykjavík og Kaupmannahöfn, tekið upp á varðveisluskrá Menningarmálstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, Minni heimsins, og efndi Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum af því tilefni til þeirrar fyrirlestraraðar um handritin sem hér kemur út á bók undir nafninu Góssið hans Árna. Kápumyndin vísar í minni heimsins en þar er jarðarkringlan í gervi heilabús og eru handritin minningar sem þar eru geymdar.