Skip to main content

Fréttir

Góssið hans Árna. Minningar heimsins í íslenskum handritum

Greinasafn með 11 greinum um valin íslensk handrit.

Árið 2009 var handritasafn Árna Magnússonar, sem varðveitt er sameiginlega í Reykjavík og Kaupmannahöfn, tekið upp á varðveisluskrá Menningarmálstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, Minni heimsins, og efndi Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum af því tilefni til þeirrar fyrirlestraraðar um handritin sem hér kemur út á bók undir nafninu Góssið hans Árna. Kápumyndin vísar í minni heimsins en þar er jarðarkringlan í gervi heilabús og eru handritin minningar sem þar eru geymdar.

Sturla Þórðarson 1214–2014

Alþjóðlega ráðstefnan Sturla Þórðarson 1214–2014 var haldin í Norræna húsinu 27.–29. nóvember sl. Tuttugu erindi voru flutt auk þess sem skáldin Gerður Kristný og Matthías Johannessen fluttu ljóð við setningu ráðstefnunnar og Þorsteinn frá Hamri rak smiðshöggið með upplestri Hrafnsmála. Þátttaka var mjög góð en um 160 manns sóttu þingið þegar mest var. Stefnt er að því að birta erindin í ráðstefnuriti.