Skip to main content

Fréttir

Icelandic Online – Faroese Online

Samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs í Færeyjum

Icelandic Online-verkefnið (icelandiconline.is) hefur nú fært út kvíarnar. Hafið er samstarf við Fróðskaparsetur í Færeyjum við þróun Faroese Online en námskeiðið er ætlað innflytjendum í Færeyjum. Fyrirmynd færeyska námskeiðsins er Icelandic Online – Bjargir sem var opnað árið 2010.

Hver var Hallgrímur? Málþing í Hallgrímskirkju

Málþingið er hluti af Hallgrímshátíð sem haldin er í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar.

Dagskrá málþingsins hefst kl. 14 og er eftirfarandi:

[Mynd 1]Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor:
Hallgrímur og alþýðan. Rímur til skemmtunar og kvæði ætluð ungum og ófróðum.

Vasulka-Stofa

Á 130 ára afmæli Listasafns Íslands, 16. október, verður Vasulka-Stofa opnuð, og verður þar með undirdeild í safninu. Vasulka-Stofa mun vista gagnasafn vídeólistamannanna, Steinu og Woody Vasulka. Vasulka-Stofa verður jafnframt miðstöð rafmiðlalista á Íslandi.