Skip to main content

Fréttir

Sigurðar Nordals fyrirlestur: Helga Kress

Sigurðar Nordals fyrirlestur
Norræna húsinu
14. september kl. 16

Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals hinn 14. september gengst stofnunin fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu. Fyrirlesari að þessu sinni verður Helga Kress prófessor emeritus með erindi sem hún nefnir Um Njálu: Leikhús líkamans.

Nýr starfsmaður

Haukur Þorgeirsson hefur verið ráðinn rannsóknarlektor á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Haukur mun m.a. bera ábyrgð á þátttöku sviðsins í verkefnum sem tengjast stafrænni miðlun en hann hefur stundað nám í tölvunarfræði og íslensku við Háskóla Íslands. Haukur lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði árið 2004, MS-prófi í tölvunarfræði 2006, BA-prófi í íslensku og almennum málvísindum 2008 og í fyrra lauk hann doktorsprófi í íslensku.

Matur og menning

Ísland er í brennidepli í þættinum „Anne og Anders på sporet af det tabte land˝ (3:4) þar sem fjallað er um mat og menningu hér á landi. Þáttastjórnendur kynna sér íslenska menningu, skoða náttúruna og elda mat úr íslensku hráefni. Annar stjórnendanna, Anders, ræðir m.a. við Vigdísi Finnbogadóttur (á 15. mínútu) áður en þau rölta yfir í Árnagarð þar sem Margrét Eggertsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugsson, á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sýna handrit.

Handritasyrpa til heiðurs Sigurgeiri

Út er komin bókin Handritasyrpa, rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013. Í bókina skrifa vinir og samstarfsmenn Sigurgeirs greinar sem allar fjalla um handrit á einn eða annan hátt. Ritstjóri er Rósa Þorsteinsdóttir en með henni í ritnefnd voru Guðvarður Már Gunnlaugsson og Margrét Eggertsdóttir.

Efnisyfirlit:

Sturla, alþjóðleg ráðstefna

Dagana 27.–29. nóvember verður haldin alþjóðleg ráðstefna i Reykjavík til heiðurs Sturlu Þórðarsyni, skáldi og sagnaritara, en í sumar voru 800 ár liðin frá fæðingu hans. Dagskráin verður mjög fjölbreytt þar sem fjallað verður um rit og skáldskap Sturlu og einnig samtíma hans á Íslandi og í Noregi. Meðal 21 fyrirlesara eru Roberta Frank, R. I. Moore og Ted Andersson. Að ráðstefnunni standa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóli Íslands og Oslóarháskóli. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.