Skip to main content

Fréttir

Saltari stilltur og sleginn Svanhildi – nýtt frá Mettusjóði

Út er komið ritið Saltari, stilltur og sleginn Svanhildi Óskarsdóttur fimmtugri 13. mars 2014. Í ritinu eru yfir 50 stuttar en bráðskemmtilegar greinar Svanhildi til heiðurs.

Útgefandi er Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen sem starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa umsjón með og gefa út til gamans fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.

Umsjón með útgáfunni höfðu Guðvarður Már Gunnlaugsson, Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.

Nýr starfsmaður

Margrét Valmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Margrét lauk BA-prófi í fornleifafræði frá Háskóla Íslands (HÍ) árið 2008 og MA-prófi í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ vorið 2011. Þá um haustið hóf hún fjarnám á meistarastigi í landfræðilegum upplýsingakerfum við Háskólann í Lundi í Svíþjóð sem hún lýkur í vor. Margrét hefur verið stundakennari við HÍ, unnið við fornleifauppgröft víða, m.a.

Íslensk-frönsk orðabók

Sendiráð Frakklands á Íslandi, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa undirritað samkomulag um undirbúning að gerð íslensk-franskrar orðabókar en slík orðabók kom síðast út árið 1950. Verkefnið hefur hlotið styrk frá efri deild franska þingsins, 10.000 evrur, sem mun standa straum af kostnaði við verkið, auk þess sem sendiráðið leggur til starfsmann.

Hugvísindaþing 2014

Hugvísindaþing 2014 verður haldið dagana 14. og 15. mars í Háskóla Íslands. Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fram fer það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Nánar um þingkall til Hugvísindaþings má finna hér.