Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur verið ákveðið að bjóða áhugasömum ýmsar bækur á tilboðsverði. Þetta eru eldri útgáfur stofnunarinnar, þ. á m. miðaldarímur, riddarasögur o.fl. textaútgáfur, afmælisrit, doktorsritgerðir, bréfasöfn, ráðstefnurit, orðasöfn og rit um handritafræði og íslenskt mál. Nokkur hefti tímarita stofnunarinnar eru einnig í boði, útgáfur á efni úr þjóðfræðisafni, póstkort og veggspjöld stofnunarinnar. Þá verður hægt að fá afmælisrit Mettusjóðs, tvö rit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, tímaritið Són og rit Rímnafélagsins á góðu verði.