Glíman við orðin er úrval ritgerða eftir Guðrúnu Kvaran. Í bókinni eru nítján greinar sem sýna fjölbreytt viðfangsefni Guðrúnar: orðfræði, orðsifjar, nafnfræði, biblíumál og sögu íslenskrar málfræði. Að bókarlokum er ritaskrá höfundar.
Bókmenntaverðlaun bóksala eru veitt á hverju ári. Í sjónvarpsþættinum Kiljunni í gær var tilkynnt hvaða bækur bóksalar landsins vilja verðlauna. Í flokknum handbækur og fræðibækur var Íslenska teiknibókin valin sú besta og 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar lenti í 3. sæti. Árleysi alda var valin besta ljóðabókin.
Þriðjudaginn 10. desember kl. 16 verður nýju vefnámskeiði, Icelandic Online 5, hleypt af stokkunum. Um er að ræða námskeið fyrir lengra komna nemendur með höfuðáherslu á flóknari orðaforða og menningarlæsi. Opnunin verður í nýja salnum á Háskólatorgi og verður boðið upp á léttar veitingar.