Skip to main content

Fréttir

Ný sýnisbók handrita: 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar
(Fréttatilkynning frá Bókaútgáfunni Opnu 13.11.2013)

 

MEÐ BÆKUR Á HEILANUM

Í dag kemur út bókin 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar, sem gefin er út í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu hins stórtæka bókasafnara, Árna Magnússonar. Lesendum gefst kostur á að kynnast þeirri fjölskrúðugu auðlegð sem Árni bjargaði frá glötun á sínum tíma. Gersemarnar hafa fram til þessa verið lítt aðgengilegar almenningi. Alls eru um 3000 handrit í safninu frá miðöldum og síðari öldum.[Mynd 1]

Forsætisráðherra Íslands afhendir Norðmönnum þjóðargjöf

(Frétt fengin af vef forsætisráðuneytisins 28.10. 2013)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti nú síðdegis Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni af því að árið 2005 voru 100 ár liðin frá endurreisn norska konungdæmisins. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í Osló.