Líffærafræði leturs er sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem í sumar hlaut nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe, fyrir bókina Líffærafræði Leturs. Fyrir sýninguna útfærði Sigríður Rún beinabyggingu fyrir alla stafi íslenska stafrófsins. Útfærslan er byggð á rannsóknum hennar á beinabyggingu dýra og manna. Hún notast aðallega við fuglabein, forneðlubein og fornfuglabein. Handskriftin er unnin upp úr einu elsta varðveitta handriti Íslendinga frá um 1250, Egils sögu Skallagrímssonar.