Skip to main content

Fréttir

Styrkir til háskólanáms í íslensku sem öðru máli

Síðan 1949 hefur menntamálaráðuneytið veitt erlendum námsmönnum styrki til íslenskunáms við Háskóla Íslands. Á árinu 2010 tók Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að sér umsýslu með styrkjunum. Á þessu ári er veittur þúsundasti styrkurinn. Styrkþegarnir eru þar með orðnir 757 en sumir hafa hlotið styrk oftar en einu sinni, jafnvel í þrjú ár til að geta lokið BA-prófi í íslensku sem öðru máli. Styrkirnir eru einkum ætlaðir þeim sem þegar hafa lagt stund á íslensku eða önnur norræn mál í heimalöndum sínum.

Líffærafræði leturs í Spark

Líffærafræði leturs er sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem í sumar hlaut nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe, fyrir bókina Líffærafræði Leturs. Fyrir sýninguna útfærði Sigríður Rún beinabyggingu fyrir alla stafi íslenska stafrófsins. Útfærslan er byggð á rannsóknum hennar á beinabyggingu dýra og manna. Hún notast aðallega við fuglabein, forneðlubein og fornfuglabein. Handskriftin er unnin upp úr einu elsta varðveitta handriti Íslendinga frá um 1250, Egils sögu Skallagrímssonar.

Heimur handritanna

 

Alþjóðlega ráðstefnan ,,Heimur handritanna" verður haldin í Reykjavík 10.-12. október 2013. Ráðstefnan er öllum opin og ekki þarf að greiða fyrir þátttöku. Dagskrá og nánari upplýsingar eru á vef stofnunarinnar: