Skip to main content

Fréttir

ISLEX: Afmælisfyrirlestur á vegum Norræna félagsins á Íslandi

ISLEX

Miðvikudaginn 22. febrúar munu Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjóri kynna netorðabókina ISLEX í hádegisfyrirlestri sem haldinn er í tilefni af 90 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Fyrirlesturinn er annar í röð fyrirlestra sem Norræna félagið og Þjóðminjasafn Íslands munu standa fyrir á afmælisárinu um norrænt samstarf á breiðum grundvelli.

Fyrirlesturinn hefst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12:05.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Magnað myrkur á handritasýningunni


Skemmtileg stemmning var á handritasýningu Árnastofnunar á safnanótt um liðna helgi. Þema safnanætur 2012 var magnað myrkur. Svanhildur Gunnarsdóttir safnkennari bauð gestum inn á skrifarastofu frá miðöldum með kálfskinnsbókfelli, fjaðurpennum og sortubleki.

Jean-Jacques Rousseau ― þriggja alda minning

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Jean-Jacques Rousseau – þriggja alda minning laugardaginn 11. febrúar nk. Málþingið er haldið í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, og hefst kl. 13.30 og lýkur um kl. 16.30.

Eftirtalin fjögur erindi verða flutt:

Dýrmætar gjafir


Dr. Margaret Cormack færði stofnuninni dýrmætar gjafir 26. janúar og 7. febrúar, tvö fágæt vögguprent, þ.e. bækur prentaðar fyrir árið 1500, og eitt handrit frá miðri 15. öld segir í fréttablaði stofnunarinnar sem var sent út rafrænt í gær.

Fréttabréfið má lesa á vefnum: Fréttabréf 2/2012.

Dýrmætar gjafir

Ráðstefna: Íslenska sem annað mál


Föstudaginn 10. febrúar nk. stendur námsgreinin Íslenska sem annað mál á Hugvísindasviði Háskóla Íslands fyrir ráðstefnunni „Íslenska sem annað líf“ þar sem átta fyrrum nemendur líta yfir farinn veg og ræða um reynslu sína og verkefni, ýmist innan og utan háskólans.

Fyrirlesarar eru Aleksandra M. Cieślińska, Cynthia Trililani, Ingrid Kuhlman, Irma Matsjavariani, Karen Ralston, Pétur Knútsson, Róland R. Assier og Stoyanka Tanja G. Tzoneva. 

Bók frá fimmtándu öld færð Árnastofnun að gjöf

Dr. Margaret Cormack færði Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dýrmæta gjöf þann 26. janúar, bókina Super librum Sapientiae sem eru útleggingar á Speki Salómons eftir Robert Holkot (d. 1349). Bókin var prentuð árið 1489 í Basel af prentaranum Johanni Amerbach, og Johanni Petri de Langendorff.