Föstudaginn 10. febrúar nk. stendur námsgreinin Íslenska sem annað mál á Hugvísindasviði Háskóla Íslands fyrir ráðstefnunni „Íslenska sem annað líf“ þar sem átta fyrrum nemendur líta yfir farinn veg og ræða um reynslu sína og verkefni, ýmist innan og utan háskólans.
Fyrirlesarar eru Aleksandra M. Cieślińska, Cynthia Trililani, Ingrid Kuhlman, Irma Matsjavariani, Karen Ralston, Pétur Knútsson, Róland R. Assier og Stoyanka Tanja G. Tzoneva.