Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Handrit og þjóðfræði

Rannsóknir og varðveisla á menningararfi
Forn handrit og þjóðfræðiefni er meðal þess sem rannsóknir á stofnuninni hverfast um. Hluti starfseminnar gengur út á að tryggja varðveislu mikilvægra menningarverðmæta sem stofnuninni hefur verið falið að gæta.
Niðurstöður rannsókna eru gjarnan birtar í formi útgáfu eða gagnasafns.
Handrit
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er leiðandi í handritarannsóknum á Íslandi. Handrit í vörslu stofnunarinnar koma úr nokkrum söfnum. Fjöldi handrita er enn varðveittur í Árnasafni í Kaupmannahöfn en auk þess eru íslensk handrit varðveitt í ýmsum söfnum víða um heim.
Þjóðfræði
Á stofnuninni er varðveitt þjóðfræðisafn en í því er hljóðritað efni sem safnað er úr munnlegri geymd. Starfræktur er gagnagrunnur, á vegum Ísmús, þar sem finna má flokkaða yfirlitsskrá um þjóðfræðiefni ásamt hljóðritum (að hluta). Unnið er að rannsóknum á efni safnsins og ýmsum verkefnum sem því tengjast, einkum söfnun og skráningu.