Skip to main content

Mál og málnotkun

Rannsóknir á íslenskri tungu
Rannsóknir á íslensku máli eru stundaðar á fjölbreyttum grunni við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Meðal rannsóknarefna eru orðaforði málsins, beygingarkerfi, málstefna, staða og stöðlun íslensku og íðorðafræði. Enn fremur málnotkun, bæði samtímaleg og söguleg. Önnur viðfangsefni snerta örnefni og fleiri greinar nafnfræði. Stofnunin er jafnframt vettvangur fyrir margbreytileg verkefni sem heyra undir máltækni.

Niðurstöður rannsókna eru gjarnan birtar í formi útgáfu eða gagnasafns.