Skip to main content

Rannsóknarverkefni

Rannsóknir
Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er unnið að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum, sögu og menningu. Við stofnunina starfar fjöldi fastráðinna fræðimanna auk gesta sem hafa þar rannsóknaraðstöðu í lengri eða skemmri tíma. Að auki hafa nokkrir doktorsnemar og nýdoktorar rannsóknaraðstöðu á stofnuninni og vinna að verkefnum sínum í nánu samstarfi við starfsmenn og gestafræðimenn stofnunarinnar. Þá veitir stofnunin erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum styrki Snorra Sturlusonar sem gera þeim kleift að dveljast um tíma á Íslandi við störf sín og loks stendur hún fyrir málþingum og ráðstefnum á fræðasviði stofnunarinnar.