Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Rannsóknarverkefni

Rannsóknir
Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er unnið að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum, sögu og menningu. Við stofnunina starfar fjöldi fastráðinna fræðimanna auk gesta sem hafa þar rannsóknaraðstöðu í lengri eða skemmri tíma. Að auki hafa nokkrir doktorsnemar og nýdoktorar rannsóknaraðstöðu á stofnuninni og vinna að verkefnum sínum í nánu samstarfi við starfsmenn og gestafræðimenn stofnunarinnar. Þá veitir stofnunin erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum styrki Snorra Sturlusonar sem gera þeim kleift að dveljast um tíma á Íslandi við störf sín og loks stendur hún fyrir málþingum og ráðstefnum á fræðasviði stofnunarinnar.
Yfirstandandi rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni eru af ýmsum toga. Hér má sjá þau verkefni sem fræðimenn vinna að um þessar mundir.
Eldri rannsóknarverkefni
Hér má sjá nokkur þeirra fjölmörgu rannsóknarverkefna sem unnin hafa verið hjá stofnuninni.
Rannsóknarverkefni doktorsnema
Hér má sjá yfirlit yfir rannsóknarverkefni doktorsnema og útdrætti.