Skip to main content

Safn úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík

Orðabók Jóns Ólafssonar var samin á árunum 1734-1779. Hún hefur aldrei verið gefin út og er því einungis til í handriti (AM 433 fol.). Orðabókin er merkileg heimild um orðaforða og málfar 18. aldar. Í henni eru alls um 48.000 íslensk orð og skýringar eru flestar á latínu þótt þar sé einnig gripið til dönsku og íslensku. Handritið geymir líka fjöldann allan af kvæðum, vísum, gátum, leikjum o.fl.

Handrit Jóns Ólafssonar er afar óaðgengilegt en þegar Orðabók Háskólans eignaðist ljósmyndir af því tók Jakob Benediktsson til við að skrá orð og orðskýringar úr öllu handritinu á seðla. Þeir eru nú varðveittir í stafrófsröð orðanna sem eitt af sérsöfnum Orðabókarinnar. Kristín Bjarnadóttir gerði síðar  tölvuskrá yfir uppflettiorðin á seðlum Jakobs.

Hér má hlaða niður orðaskránni:

Sjá á Handrit.is.