Skip to main content

Skilningur almennings á íslensku lagamáli

Hér var um að ræða samstarfsverkefni sem Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Sigrún Steingrímsdóttir, málfarsráðunautur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, stóðu að. Birgitta Guðmundsdóttir og Olga Margrét Cilia unnu við verkefnið, fyrst með forrannsókn 2016 (með tilstyrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna) og síðan framhaldsathugun 2017 (með styrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands).  

Rit og erindi

Ari Páll Kristinsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Birgitta Guðmundsdóttir og Olga M. Cilia. 2018. (U)forståelige love, domme og digital formidling. Í: Anne Kjærgaard og Johanne Lauridsen (ritstj.). Sprog og kommunikation i digital borgerbetjening. Rapport fra Nordisk klarsprogskonference København, 4.-5.maj 2017. Kaupmannahöfn: Nätverket för språknämnderna i Norden. Bls. 25-32.

Olga Margrét Cilia. 2019. Public understanding of Icelandic legal texts. Erindi á málstofunni Geta lög og stjórnarskrá verið „hverju barni skiljanleg...“?  Hugvísindaþing, Háskóla Íslands, 9. mars 2019.

Ari Páll Kristinsson, Birgitta Guðmundsdóttir, Olga Margrét Cilia og Sigrún Steingrímsdóttir. 2022. Skilur almenningur íslenskt lagamál? Orð og tunga. 24, 57−86.