Skip to main content

Staða tungumála í háskólakennslu og rannsóknum

Rannsóknir innan félagslegra og hagnýttra málvísinda hafa á allra síðustu árum beinst í auknum mæli að málvali og málnotkun í æðri menntun og vísindum.

Háskólastarf á Íslandi er hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi þar sem enska er ráðandi tungumál. Jafnframt gegna íslenskir háskólar sérstökum skyldum við íslenskt samfélag en samkvæmt íslenskri málstefnu verður að miðla þekkingu og færni til þess á íslensku. Í háskólum og vísindastarfi um allan heim blasa við úrlausnarefni á þessu sviði og finna þarf leiðir til að miðla þekkingu til fólks með ólík móðurmál. Val á tungumáli í háskólakennslu og fræðilegri útgáfu endurspeglar málhugmyndafræði og málstefnu viðkomandi háskóla og málsamfélags og hefur jafnframt áhrif á hana.

Ari Páll Kristinsson, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Ástráður Eysteinsson, Háskóla Íslands, og Haraldur Bernharðsson, Háskóla Íslands, tóku þátt í norræna rannsóknarnetinu Netværk for parallelsproglige mål på Nordens internationaliserede universiteter sem naut styrks úr Nordplus-áætluninni 2011-2013 og Ari Páll Kristinsson og Humphrey Tonkin skipulögðu ráðstefnuna Nitobe Symposium on Languages and Internationalization in Higher Education: Ideologies, Practices, Alternatives í Reykjavík sumarið 2013 sem var stutt af alþjóðasamtökum esperantista.

Athuganirnar snúast m.a. um það hvernig íslensk málhugmyndafræði birtist í orðræðu, stefnumótun og framkvæmd að því er varðar val á tungumáli kennslu og rannsókna á háskólastigi á Íslandi.

Rit og erindi:

(2014) Hvor parallelt. Om parallellspråkighet på Nordens universitet. Frans Gregersen ritstj. TemaNord 2014:535. Kaupmannahöfn: Norræna ráðherranefndin.

(2014) Ari Páll Kristinsson og Haraldur Bernharðsson. Íslenska og enska í íslensku háskólastarfi. Orð og tunga 16:93‒122.

(2014) Ari Páll Kristinsson. Ideologies in Iceland: The protection of language forms. English in Nordic Universities: Ideologies and Practices. Anna Kristina Hultgren, Frans Gregersen og Jacob Thøgersen ritstj. Studies in World Language Problems Vol. 5. Amsterdam: John Benjamins Publishing Company. Bls. 165–177.

(2014) Ari Páll Kristinsson og Haraldur Bernharðsson. Landerapport Island: Islandsk eller engelsk i islandsk universitetsvirksomhed? Hvor parallelt. Om parallellspråkighet på Nordens universitet. Frans Gregersen ritstj. TemaNord 2014:535. Kaupmannahöfn: Norræna ráðherranefndin. Bls. 427–486.

(2013) Ástráður Eysteinsson. Íslensk málstefna, menning og fræðastörf. Skírnir 187(haust):314-336.

(2013) Ari Páll Kristinsson og Jan-Ola Östman. Forskerens synspunkt. Erindi á ráðstefnunni Parallelsproglighed og internationalisering på nordiske universiteter - dyrt men dejligt! Gentofte. 

(2013) Ari Páll Kristinsson. On ideologies in Iceland: the protection of language forms. Erindi á ráðstefnunni Nitobe Symposium on Languages and Internationalization in Higher Education: Ideologies, Practices, Alternatives. Reykjavík.