Skip to main content
Starfsfólk Til baka

Katrín Lísa L. Mikaelsdóttir

Katrín Lísa L. Mikaelsdóttir

Handritasvið
doktorsnemi
Árnagarður

Heiti doktorsverkefnis: Norvagismar í íslenskum handritum frá 1350 til 1450:

Markmið rannsóknarinnar er að kanna þróun norskra mál- og stafsetningareinkenna í íslenskum handritum og skjölum á tímabilinu 1350−1450. Þó að 15. öldin hafi hingað til verið álitin tímabil stöðnunar í sögu íslensks máls, stafsetningar og skriftar urðu langtímabreytingar vegna plágunnar 1402−1404 og eins vegna þess að ört dró úr norskum áhrifum á Íslandi. Þessar breytingar höfðu mögulega áhrif á talmálið. Þetta tímabil hefur þó fram að þessu ekki verið rannsakað kerfisbundið. Í þessu rannsóknarverkefni verður veitt fyrsta nákvæma og ýtarlega yfirlitið yfir þróun algengastra svokallaðra norvagisma. Á grundvelli þessara gagna verður unnt að greina hve djúpt norsk áhrif ristu í íslensku máli. Niðurstöðurnar munu þannig varpa ljósi á að hve miklu leyti þessi áhrif snertu sjálft tungumálið og að hve miklu leyti þau voru takmörkuð við ritmál. Einnig er aukið við þekkingu á sögu norsku og íslensku og á áhrifum svartadauða á íslenska málsögu. Sérstakri athygli verður beint að aðferðum málsnertinga; umfram allt að tengslum milli nátengdra mála og mállýskna. Niðurstöðurnar verða þannig notadrjúgar fyrir rannsóknir minna rannsakaðra málsambýla í öðrum samfélögum í framtíðinni.

Leiðbeinandi er Haraldur Bernharðsson, dósent við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði (Rannís).


Námsferill
MA-próf í íslenskum miðaldafræðum frá Háskóla Íslands, 2017

BA-próf í þýskum og skandinavískum fræðum frá Háskólanum í Göttingen, Þýskalandi, 2014

Stúdentspróf frá menntaskólanum í Halle/Westfalen, Þýskalandi, 2011

Námsferill

MA-próf í íslenskum miðaldafræðum frá Háskóla Íslands, 2017

BA-próf í þýskum og skandinavískum fræðum frá Háskólanum í Göttingen, Þýskalandi, 2014

Stúdentspróf frá menntaskólanum í Halle/Westfalen, Þýskalandi, 2011