Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Tiffany Nicole White

Tiffany Nicole White

Menningarsvið
nýdoktor

Tiffany hlaut í janúar 2024 nýdoktorsstyrk úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir verkefnið: Að búa til rústir: Bókmenntalegar hugmyndir um heiðin hof í fornnorrænum bókmenntum.

Rannsóknarverkefnið beinist að því að rannsaka bókmenntalegar birtingarmyndir heiðinna hofa í Íslendingasögum með sérstakri áherslu á fjórar útgáfur Ólafs sögu Tryggvasonar. Öfugt við það sem áður hefur verið gert verður fræðileg nálgun rannsóknarinnar sú að líta á hofin sem bókmenntalegar lýsingar, sem meðvitaða frásögn söguskrifara, frekar en raunsanna lýsingu á heiðinni fortíð. Með því að nýta kenningar um menningarlega tilfærslu (e. cultural transfer) og vistrýni (e. ecocriticism) verður sjónum beint að mótun heiðinnar fortíðar á Íslandi og í Noregi þar sem notast verður við formgerðarflokkun (e. typology). Þannig er horft á texta söguskrifara um heiðna fortíð sem skírskotun til breiðari kristinnar frásagnar af frelsun (e. salvation) sem aftur vísar til komu kristninnar og frelsunarinnar. Í þessari rannsókn verða annars vegar bornir saman textar um musteri Salómons sem fyrirrennara kristinnar kirkju og hins vegar frásagnir í Ólafs sögu Tryggvasonar sem undanfara kristnitöku í Noregi.