Skip to main content

Sumarnámskeið í íslensku fyrir erlenda nemendur - verkferlar

Nordkurs:

  • Í byrjun janúar þarf að senda beiðni á fjármálastjóra á hugvísindasviði HÍ um að fá fjárhagsyfirlit fyrir sumarskólann (viðfangsnr. 137515)
  • Í lok janúar þarf að ráða tvo kennara, annan til að kenna byrjendahópi og hinn hópi lengra komna.
  • Í byrjun febrúar eru öllum háskólum á landinu sendar upplýsingar um Nordkurs-námskeið (www.nordkurs.org) sem eru í boði fyrir nemendur sem stunda nám við íslenska háskóla.
  • Umsóknarfrestur er til 1. mars. Við fáum yfirlit fyrir umsóknir frá Nordkurs, veljum 32-35 hæfar umsóknir og sendum upplýsingar um nemandann (nafn, kyn, nám, aldur, netfang og heimilisfang) til viðeigandi aðila úti. Öllum umsækjendum er svarað í tölvupósti. Námskeiðsstjórar á Norðurlöndunum sjá svo um samskipti við nemendur.
  • Gera þarf fjárhagsáætlun fyrir námskeið á hverju ári.
  • Rukka þarf Nordkurs upphæð fyrir námskeið árlega. Annað hvort fjármálastjóri á SÁM eða á HUG að senda rukkun. Upphæðina þarf svo að millifæra á reikning námskeiðsins sem er undir viðfangsnr. 137515.
  • Panta þarf gistingu handa nemendum, tryggja kennslustofur á HÍ, og bóka rútu fyrir dagsferðir í júní, panta veitingar fyrir móttöku og lokahóf.
  • Stofnunin fær upplýsingar um nemendur frá Norðurlöndunum, sem ætla að sækja Nordkurs-námskeið á Íslandi, í lok mars eða byrjun apríl. Nemendurna þarf að skrá í HÍ strax og nemendalistinn er tilbúinn og senda á nemendaskrá. Um leið og nöfn nemenda berast frá hverju landi fá nemendurnir spurningablað í viðhengi við tölvupóst sem þarf að skila innan viku. Drög að stundatöflu þarf að senda til þeirra sem allra fyrst.
  • Nemendaskrá útvegar nemendur Uglu-aðgang.
  • Senda þarf Félagsstofnun stúdenta lista yfir nemendur svo hægt sé að útbúa nemendakort sem veitir afslátt í Hámu og stúdentakjallaranum.
  • Panta þarf gestafyrirlesara.
  • Í lok maí fá nemendur upplýsingar varðandi komu sína í tölvupósti ásamt uppfærðri stundatöflu.
  • Móttaka nemenda er haldin á stofnuninni.
  • NORDKURS-námskeið í Reykjavík byrjar í annarri viku í júní (milli 5. og 10. júní) og því lýkur eftir fjórar vikur í lok júní eða byrjun júlí. Auk íslenskunámsins hlýða þeir á fyrirlestra um íslenskt samfélag og menningu og heimsækja sögustaði á Suður- og Vesturlandi. NORDKURS - sumarnámskeið í íslensku fyrir norræna stúdenta er haldið hvert ár.
  • NORDKURS fundur. Árlegur fundur námskeiðsstjóra og aðstoðarmanna er haldinn árlega í einum Norðurlandanna. Á fundinum er rætt um þau námskeið sem haldin hafa verið undanfarið sumar og gerð áætlun um námskeið á næstum árum.
  • NORDKURS heimasíða. Upplýsingar á heimasíðu Nordkurs þarf að uppfæra í nóvember/desember. Upplýsingar um breytingar eru sendar á vefstjóra Nordkurs.
  • Í júlí þarf skrifa skýrslu um Nordkurs-námskeið.
  • Lokahóf í námskeiðinu er í Norræna húsinu.

 

 

Alþjóðlegur sumarskóli í íslenskri tungu og menningu:

  • Í byrjun janúar þarf að senda beiðni á fjármálastjóra á hugvísindasviði HÍ um að fá fjárhagsyfirlit fyrir sumarskólann með viðfangsnr. 137510 (HUG HÍ).
  • Í lok janúar þarf að ráða tvo kennara, annan að kenna byrjendahópi og hinn hópi lengra komna.
  • Umsóknarfrestur er til  15. febrúar. Hægt er að sækja upplýsingar um allar umsóknir af heimasíðu SÁM í Excel-sniði. (Trausti aðstoðar með það). Allir umsækjendur fá upplýsingar um rafrænt próf í gegnum Inspera í tölvupósti og þeir hafa tvær til þrjár vikur til að gera það. Yfirleitt er pláss fyrir 32-35 nemendur miðað við tvo hópa og tvo kennara. Í lok mars verður ákveðið hverji verða samþykktir í námskeiðið. Í apríl fáum við svar frá nemendum og búum til nemendalista. Samþykktir nemendur þurfa að greiða námskeiðsgjald til lok apríl í gegnum vefposa á heimasíðu SÁM.
  • Nemendurna þarf að skrá í HÍ strax og nemendalistinn er tilbúinn og senda á nemendaskrá. Drög að stundatöflu þarf að senda til þeirra sem allra fyrst.
  • Nemendaskrá útvegar nemendur Uglu-aðgang.
  • Senda þarf Félagsstofnun stúdenta lista yfir nemendur svo hægt sé að útbúa nemendakort sem veitir afslátt í Hámu og stúdentakjallaranum.
  • Gera þarf fjárhagsáætlun fyrir námskeið í ár.
  • Panta þarf gestafyrirlesara.
  • Panta þarf gistingu handa nemendum, tryggja kennslustofur á HÍ, og bóka rútu fyrir dagsferðir í júlí, veitingar fyrir móttöku og lokahóf.
  • Í lok júní fá nemendur upplýsingar varðandi komu sína í tölvupósti ásamt uppfærðri stundatöflu.
  • Alþjóðlegur sumarskóli byrjar í annari viku í júlí (milli 5.-10. júlí) og stendur til byrjun ágúst.
  • Móttaka nemenda er á stofnuninni.
  • Lokahóf í námskeiðinu er í Norræna húsinu.
  • Í águst þarf skrifa skýrslu um sumarskólann.
  • Millifæra þarf 1.000.000 sem Árnastofnun fær í fjárlögum frá MMR yfir á reikning sumarskólans sem er með viðfangsnr. 137510 (HUG HÍ).