Skip to main content

Árna saga biskups

Útgáfuár
1972
ISBN númer
9979-819-17-0
Árni Þorláksson biskup (1237−1298) er einn af þekktustu mönnum Íslendingasögunnar, en saga hans er jafnframt lykilheimild um stjórnmál og aldarfar á Íslandi eftir 1262. Í inngangi gerir útgefandi, Þorleifur Hauksson (f. 1941), cand. mag., ítarlegan samanburð á sögunni og samtímaannálum og er öll sú umfjöllun hin gagnlegasta fyrir sagnfræðinga og áhugamenn um miðaldasögu. Útgáfan er stafrétt, byggð á elsta varðveitta handriti sögunnar, úr British Museum, sem veitir innsýn í stafsetningu sautjándu aldar.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 2).