Skip to main content

Die isländischen Übersetzungen der deutschen Volksbücher

Útgáfuár
1989
ISBN númer
9979-819-51-0
Í verki þessu er fjallað um íslenzkar þýðingar þýzkra almúgabóka. Margar slíkar skemmtisögur voru þýddar eftir þýzkum eða dönskum prentuðum útgáfum á tímabilinu frá siðbreytingu til upplýsingaraldar. Þær voru vinsælt lestrarefni og dreifðust víða í handritum. Flestar þeirra urðu jafnframt rímnaskáldum að yrkisefni og má nefna t.d. að Magnús Jónsson prúði og Hallgrímur Pétursson ortu báðir rímur eftir efni úr almúgabókum. Áhugamenn um viðtökurannsóknir, erlenda strauma og áhrif þeirra á íslenska hugsun, hugmyndaheim alþýðunnar, þjóðsögur og þýskar bókmenntir ættu að hafa bæði gagn og gaman af mjög athyglisverðri bók.
Kaupa bókina