Skip to main content

Elucidarius in Old Norse Translation

Útgáfuár
1989
ISBN númer
9979-819-52-9
Elucidarius er samtal meistara og lærisveins um frumatriði kristindómsins. Þessi fagra og tæra þýðing úr latínu er meðal þess elsta sem hefur varðveist á Íslandi á móðurmálinu.

Heyrnar unað hafa þeir, því að fyr þeim reysta fagrir lofsöngvar engla og allra heilagra og allar himneskar raustir. Unaðsilm hafa þeir þann er þeir taka af sjálfum Guði, sætleiks brunni, og af englum og öllum helgum. Bergingar sælu hafa þeir, því að þeir bergja af sætleik Guðs og seðjast þá er Guðs dýrð vitrast og þeim eru allir hlutir sætir og blíðir. Gnótt auðæfa hafa þeir, því að þeir eru settir yfir alla góða hluti í fagnaði Guðs síns. Þetta er sællífi og unað heilagra. (Um sælu hólpinna á himnum, bls. 149.)

Elucidarius var vinsæl kennslubók í guðfræði á latínu sem þýdd var á fjölmargar þjóðtungur á miðöldum. Þegar á tólftu öld var bókinni snúið á íslensku og er með því elsta sem til er á móðurmálinu. Hér er textinn gefinn út ásamt ítarlegum handritasamanburði og samanburði við latneska textann. Latínufræðingar og áhugamenn um íslenskt mál þyrftu að kynna sér þetta rit.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 36).