Skip to main content

Gripla XII

Útgáfuár
2001
ISBN númer
9979-819-75-8
Ritstjórar: Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Sverrir Tómasson.

Sverrir Tómasson
gerir í greininni, Ferðir þessa heims og annars, því skil hvernig Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga tengjast ferðasögum og trúarbókmenntum miðalda.

Vésteinn Ólason
fjallar um frásagnarlist Snorra Sturlusonar í greininni List og tvísæi í Snorra Eddu og bendir á hvernig fæðimönnum hefur hætt við að vanmeta kímnigáfu Snorra og þrotlausan áhuga hans á endalausri sögu valdabaráttu í þessum heimi.

Ólafur Halldórsson
skrifar um alkunn frásagnarbrögð í nokkrum sögum, þ. á m. Færeyinga sögu og Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk og kallast grein Ólafs Sagan handan sögunnar.

Guðvarður Már Gunnlaugsson
á hér grein sem hann nefnir, Leiðbeiningar Árna Magnússonar og ræðir hann þar hversu Árna Magnússyni var annt um að eignast sem nákvæmust eftirrit handrita frá miðöldum.

Guðrún Ása Grímsdóttir
skrifar þátt um ævi Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, Lærður Íslendingur á turni, og skýrir þar með dæmum frá daglegri önn Jóns í Höfn og samskiptum hans við samtíðarmenn sína á Íslandi.

Aðalsteinn Eyþórsson
birtir rannsókn sína á íslenskum nautanöfnum í nútíð og fortíð og setur í samband við bókmenntir, siði og venjur íslenska bændasamfélagsins. Grein Aðalsteins nefnist Hvað á bolinn að heita?

Gripla hefur haft þá venju að birta örlítið af fræðilegum umræðum, einkum þeim sem fram fara á málþingum innan veggja íslenskra sem erlendra háskóla og fjalla um íslensk efni. Að þessu sinni hefur Málstofa Griplu að geyma andmæli Sverris Tómassonar, Bo Almqvists og Einars G. Péturssonar (ex auditorio) við doktorsvörn Ólínu Þorvarðardóttur og svör hennar. Loks er í ritinu minningargrein Torfa H.Tulinius um dr. phil Bjarna Einarsson.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 54).