Skip to main content

Hlýði menn fræði mínu

Útgáfuár
2002
Gamlar upptökur af sögum, rímum og kveðskap úr fórum Hallfreðar Arnar Eiríkssonar.
Um áratuga skeið var Hallfreður Örn Eiríksson einn ötulasti safnari íslenskra þjóðfræða, og í hljóðritasafni Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi er varðveittur á böndum ómetanlegur fjársjóður efnis sem hann hefur safnað víða um land og meðal fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi, samtals meira en 1000 klst.
Til að heiðra Hallfreð á sjötugsafmæli hans hafa samstarfsmenn hans á Árnastofnun gefið út á hljómdiski dálítið sýnishorn af því efni sem hann hefur bjargað frá gleymsku. Þar er að finna sagnir og ævintýri, rímur, þulur og sálma. Leitast er við að láta diskinn endurspegla eftir því sem hægt er fjölbreytni og landfræðilega dreifingu efnis í safni Hallfreðar, en varpa um leið ljósi á hans eigin rannsóknir. Efnið af diskinum fylgir í prentuðum bæklingi.
Rósa Þorsteinsdóttir sá um útgáfuna. 2002.