Skip to main content

Hulin pláss − Ritgerðasafn Einars G. Péturssonar

Útgáfuár
2011
ISBN númer
978-9979-654-16-2
Á sjötugsafmæli Einars G. Péturssonar 25. júlí 2011 gaf Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum út rit honum til heiðurs. Það ber nafnið Hulin pláss og er úrval ritgerða sem Einar hefur samið á 35 ára ferli sínum við rannsóknir og útgáfur á stofnuninni. Ritið er 366 blaðsíður og skiptast ritgerðirnar í tvo flokka og hafa allar nema sú síðasta birst áður á prenti en eru nú yfirfarnar og auknar. Viðfangsefni í fyrri hluta eru bundin íslenskum fræðum og í síðari hluta er Einar á heimaslóðum í Dölum vestur. Beinir hann einkum sjónum að því sem honum hefir lengi verið hugleikið sem eru eignir kirkna á eyjum og fjalldölum og skilningur á heimildum og hugtökum í þeim efnum.

Efnisyfirlit:

Fylgt úr hlaði
Tabula gratulatoria
ÍSLENSK FRÆÐI
Efling kirkjuvaldsins og ritun Landnámu
Einn atburður og leiðsla um ódáinsakur
Um sögur af Álfa-Árna
Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans
Flateyjarbók og Þorláksbiblía í Árnastofnun
Íslenskar bækur og handrit í Norður-Ameríku
Í minningu afreksmanns – af Jóni forna Þorkelssyni
BREIÐFIRSK FRÆÐI
Eyðibyggðin á Flekkudal
Staðarfell og kirkjan þar
Gamlar heimildir um fjallskil í Dölum
Fróðleiksmolar um Skarðverja
Frásagnir um skrímsli í Haukadalsvatni
Sábínuvík – Nábeinavík
Athugasemdir um Kjalleklinga sögu
Kórvilla á kreiki. Fjárdauðinn á Skarði á Skarðsströnd
Geitlandsdómur Hæstaréttar
Um eignir kirkna og kirkjustaða á heiðum, afdölum og eyjum
Söguleg rök Hæstaréttar og óbyggðanefndar
Kirknaeignir á fjalllendi
Ritaskrá Einars G. Péturssonar 1963–2011
Handritaskrá
Nafnaskrá
Kaupa bókina