Skip to main content

Mælt mál og forn fræði

Útgáfuár
1987
ISBN númer
9979-819-48-0
Í rannsóknum sínum hefur Bjarni Einarsson einkum fjallað um skáldasögurnar svokölluðu, sögur fornskáldanna Egils Skallagrímssonar, Kormáks Ögmundarsonar, Hallfreðar vandræðaskálds og Gunnlaugs Ormstungu. Niðurstöður þessara rannsókna birti hann meðal annars í bók sinni Skáldasögum, sem út kom hjá Menningarsjóði árið 1961, og í doktorsritgerð sinni Litterære forudsætninger for Egils saga, sem hann gaf út hjá Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi árið 1975. Greinar eftir Bjarna hafa birst víða í tímaritum, bæði hér heima og erlendis. Nokkrar þeirra greina sem hér birtast hafa ekki fyrr birst á íslensku, og í margar greinanna hefur Bjarni aukið inn tilvísunum til nýrri rannsókna. Í bókarlok er birt skrá yfir öll ritverk Bjarna.

Eftirtaldar greinar eru í ritinu: Vættatrú og nokkur íslensk örnefni; Hvallátur; Brákarsund; "Að ósi skal á stemma"; Látalæti; Selurinn hefur hundseyru; Málvöndun og fyrnska, kvongaður - giftur; Mælt mál - Átta útvarpsþættir; Um manngildishugmynd Íslendinga að fornu; Bardaginn á Dinganesi; Andvaka; Hörð höfuðbein; Fólgið fé á Mosfelli; Göfugur bær; Dauðastund Hallfreðar vandræðaskálds samkvæmt sögu hans; Frá Þormóði, kappa hins helga Ólafs konungs; Um Þormóð og unnusturnar tvær; Fornskáld í ástarraunum, Theodore M. Andersson svarað; De Normannorum atrocitate eða Um aftöku konungborinna manna með blóðarnaraðferðinni; Um vísur í íslenskum fornsögum; Háskólapróf Jónasar Hallgrímssonar; Essayistinn Halldór Laxness; Halldór Laxness fimmtugur; Halldór Laxness sextugur; Á áttræðisafmæli Jóns Helgasonar; Ritaskrá Bjarna Einarssonar.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 31).