Skip to main content

Magnúsarkver

Útgáfuár
1993
ISBN númer
9979819545
Þetta er grundvallarrannsókn á bókmenntastarfi séra Magnúsar Ólafssonar í Laufási (um 1573-1636), helsta Eddufræðings sautjándu aldar. Magnús var einn merkasti lærdómsmaður sinnar samtíðar, kunnastur af Laufás-eddu, sem Anthony Faulkes hefur áður gefið út á vegum Árnastofnunar (Rit 13-14). Í Magnúsarkveri er yfirlit um verk séra Magnúsar í lausu máli og bundnu og sum þeirra eru prentuð hér í fyrsta sinn. Flest ljóða hans hafa aldrei verið gefin út áður eða ekki prentuð síðan á öndverðri 17. öld. Kveðskapur Magnúsar í stafréttri útgáfu með skýringum og lesbrigðum. Hér fæst greinargott yfirlit yfir öll rit Magnúsar, auk þess sem að mikilvæg kvæði eru birt, stafrétt eins og þau eru í handriti. Lítt þekkt en stórmerkilegt skáld fær hér loksins þá umfjöllun sem hann á skilda og verða bókmenntafræðingar og áhugamenn um skáldskap ekki sviknir. Inngangur útgefanda er á ensku.