Skip to main content

Orðabók Björns Halldórssonar

Útgáfuár
1992
Björn Halldórsson
Orðabók. Íslensk-latnesk-dönsk
Eftir handriti í Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Fyrst gefin út árið 1814 af Rasmusi Kristjáni Rask.

Ný útgáfa

Ritstjóri Jón Aðalsteinn Jónsson

Orðfræðirit fyrri alda II
Orðabók Háskólans 1992

Orðabók Björns Halldórssonar, Lexicon islandico-latino-danicum, var fyrst gefin út árið 1814 undir umsjón danska málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rasks. Í henni eru um 30 þúsund flettiorð og er mikill hluti þeirra almennur orðaforði 18. aldar. Bókin hefur því mikið gildi fyrir sögu íslensks orðaforða. Orðabókin var endurútgefin árið 1992 og sá Jón Aðalsteinn Jónsson um það verk.
Hið íslenska bókmenntafélag annast sölu og dreifingu bókarinnar.

Í ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda er endurútgáfa nokkurra gamalla orðabóka sem hafa sérstöðu í íslenskri orðabókagerð. Þær eru um leið mikilvægar heimildir um íslenskan orðaforða og íslenska málsögu.