Skip to main content

Reykjaholt Revisited. Representing Snorri in Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga.

Útgáfuár
2021
Bókin fjallar um mynd þá sem Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar dregur upp af Snorra Sturlusyni, um viðhorf og aðferðir sagnaritarans og textasamfélag hans. Fræðimenn hafa löngum dregið mjög í efa hlutlægni Sturlu enda hefur mynd hans af Snorra ekki hugnast þeim. Í bókinni er lýsingin á Snorra og fjölskyldu hans í Reykholti greind og skýrð út frá frásagnarfræði verksins og ætlun höfundar með verkinu. Greiningin byggir á viðamikilli og frumlegri rannsókn og er unnin út frá ýmsum fræðikenningum sem mjög eru á oddinum þessa stundina: svo sem minnisrannsóknum (m.a. um minningasambönd, persónulegt og sameiginlegt minni og hvernig staðir tengjast minningum og tilfinningum), frásagnarfræðum og tilfinningafræðum.

Bókin felur í sér mikla nýsköpun þekkingar, áhugaverða bókmenntagreiningu og -túlkun og mun gagnast bæði fræðimönnum og stúdentum við áframhaldandi rannsóknir á sviðinu. Bókin er einnig afar áhugaverð lesning fyrir allan almenning enda um nýstárlegt sjónarhorn á viðfangsefnið að ræða.

Úlfar Bragason prófessor emeritus er höfundur bókarinnar en Andrew Wawn þýddi hana á ensku.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 106).
Kaupa bókina