Fyrirkomulag
Fréttir eru jafnan skrifaðar af starfsfólki, kynningarstjóra eða vefstjóra. Ef tilefni þykir til eru fréttir sendar í þýðingu og færðar inn á enska útgáfu heimasíðunnar.
Senda skal allar fréttir í yfirlestur hjá prófarkalesara stofnunarinnar áður en þær eru birtar.
Frétt sett inn í vefkerfi
- Innihald > Bæta við efni > Fréttir.
- Skrá titil.
- Setja inn texta í Body/Meginmál.
- Smella á Breyta samantekt (fyrir ofan meginmálsreit) og setja inn stuttan texta sem birtist í textaboxi á fréttaveitu.
- Setja Fréttir í Categories neðst á síðunni.
Setja inn mynd/myndir með frétt
- Velja myndir vandlega og passa að þær séu í góðri upplausn.
- Gæta þess að nota aðeins myndir ef leyfi liggur fyrir notkun þeirra og að þær séu ekki varðar höfundarrétti.
- Setja mynd í Image (þessi mynd fylgir Fréttinni í boxi á forsíðu og í fréttaveitu).
- Finna mynd með lykilorði í Library eða velja Hlaða upp til að sækja mynd í tölvu.
- Skrá alternative text.
- Skrá nafn myndar og hafa nafnið eins lýsandi og leitarbært og unnt er.
- Skrá nafn myndhöfundar/uppruna myndar (má ekki sleppa).
- Smella á Place.
- Setja viðeigandi mynd/myndir inn í meginmál − setja bendil í byrjun efnisgreinar og velja stjörnu í valmöguleikum meginmálsreitar.
- Smella á Display as og velja stærð.
- Haka við hvort mynd eigi að vera í miðju, til vinstri eða til hægri.
- Smella á Embed.
Tryggja myndbirtingu þegar efni er deilt á samfélagsmiðlum
- Fara í nýjan flipa/glugga og velja Innihald > Media og smella á titil myndar.
- Hægrismella á mynd og velja Copy image address.
- Fara aftur í edit-aðgang fréttar.
- Í valmynd til hægri smella á Meta tags.
- Undir Ítarlegt, finna reitinn Mynd og líma slóð myndar í reitinn.
Birta frétt
- Hægt er að skoða útlit fréttar áður en hún er birt með því að smella á Preview.
- Ef allt kemur vel út, haka í Published og smella á Vista.
- Fara á forsíðu og athuga hvort boxið komi rétt út eða hvort laga þurfi mynd.
- Deila frétt á samfélagsmiðlum ásamt stuttum fylgitexta EÐA búa til Facebook-viðburð.
- Ákvörðun um það hvort eigi að búa til viðburð á Facebook tekin í samráði við kynningarstjóra.
- Ákvörðun um það hvort eigi að búa til viðburð á Facebook tekin í samráði við kynningarstjóra.
Úrræði fyrir algeng vandamál
- Vandamál: Mynd birtist ekki í boxi á forsíðu og í fréttaveitu.
- Skýring: Mynd hefur aðeins verið sett í megintexta en ekki í Image.
- Lausn: Setja mynd í Image efst á síðu. Sjá Setja inn mynd/myndir með frétt > liður 3.
- Vandamál: Enginn texti birtist í boxi í fréttaveitu.
- Skýring: Gleymst hefur að smella á Breyta samantekt fyrir ofan meginmálsreit og setja inn stutta lýsingu.
- Lausn: Setja texta í samantekt. Sjá Frétt sett inn í vefkerfi > liður 4.
- Vandamál: Mynd birtist ekki eða birtist aðeins á litlu sniði þegar reynt er að deila á Facebook.
- Skýring: Gleymst hefur að setja Image address í Meta Tags > Ítarlegt > Mynd.
- Lausn: Setja Image address í Meta Tags. Sjá Tryggja myndbirtingu á samfélagsmiðlum hér að ofan. Að því búnu getur tekið töluverðan tíma fyrir Facebook að sækja breytingarnar. Hægt er að flýta fyrir með því að fara á Sharing Debugger hjá Meta, setja slóð fréttar í reitinn, smella á Debug og smella síðan á Scrape Again. Þá sést strax fyrir neðan hvort Facebook hafi sótt myndina.
- Athugasemd: Athugið að þetta er aðeins hægt ef slóðin hefur þegar verið límd inn í færslureit á Facebook (ekki er nauðsynlegt að hafa birt færsluna).