Skip to main content

Verkferill − pistlar

Fyrirkomulag

Tvisvar í mánuði birtist nýr pistill á vefnum. Hvort rannsóknarsvið fyrir sig útnefnir umsjónarmann pistla sem heldur utan um birtingarplan sviðsins. Vefstjóri sendir umsjónarmönnum uppfært pistlaplan í síðasta lagi um miðjan desember. Tveimur vikum fyrir birtingu pistils er góð regla að senda viðkomandi umsjónarmanni áminningu.

Pistlahöfundur sendir pistil til prófarkalesara með vefstjóra í cc eigi síðar en fyrir hádegi föstudegi fyrir birtingu. Pistlahöfundur stingur upp á myndefni en biður annars vefstjóra um aðstoð við leit að myndefni. Ef pistlahöfundur vill taka mynd af fólki eða hlutum fyrir pistilinn er mælt með því að hafa samband við ljósmyndara og biðja um aðstoð.

 

Pistill settur inn í vefkerfi

  1. Innihald Bæta við efni > Article.
  2. Skrá titil.
  3. Setja inn texta í Body/Meginmál.
  4. Smella á Breyta samantekt (fyrir ofan meginmálsreit) og setja inn stuttan texta sem birtist í textaboxi á forsíðu.
  5. Setja eins mörg merki og við á í Tags (t.d. handritorðmáltæknisafnmark o.s.frv.) − þegar merki er bætt við er smellt á Bæta við öðru atriði fyrir neðan reitinn.
  6. Færa höfund inn í Author.
     

Setja inn mynd/myndir með pistli

  1. Velja myndir vandlega og passa að þær séu í góðri upplausn.
  2. Gæta þess að nota aðeins myndir ef leyfi liggur fyrir notkun þeirra og að þær séu ekki varðar höfundarrétti.
  3. Setja mynd í Image (þessi mynd fylgir pistlinum í boxi á forsíðu og í link preview á samfélagsmiðlum).
  4. Finna mynd með lykilorði í Library eða velja Hlaða upp til að sækja mynd í tölvu.
  5. Skrá alternative text.
  6. Skrá nafn myndar og hafa nafnið eins lýsandi og leitarbært og unnt er.
  7. Skrá nafn myndhöfundar/uppruna myndar (má ekki sleppa).
  8. Smella á Place.
  9. Setja viðeigandi mynd/myndir inn í meginmál − setja bendil í byrjun efnisgreinar og velja stjörnu í valmöguleikum meginmálsreitar.
  10. Smella á Display as og velja stærð.
  11. Haka við hvort mynd eigi að vera í miðju, til vinstri eða til hægri.
  12. Smella á Embed.
     

Tryggja myndbirtingu þegar efni er deilt á samfélagsmiðlum

  1. Fara í nýjan flipa/glugga og velja Innihald Media og smella á titil myndar.
  2. Hægrismella á mynd og velja Copy image address.
  3. Fara aftur í edit-aðgang pistils.
  4. Í valmynd til hægri smella á Meta tags.
  5. Undir Ítarlegt, finna reitinn Mynd og líma slóð myndar í reitinn.
     

Birta pistil

  1. Hægt er að skoða útlit pistils áður en hann er birtur með því að smella á Preview.
  2. Ef allt kemur vel út, haka í Published og smella á Vista.
  3. Fara á forsíðu og athuga hvort boxið komi rétt út eða hvort laga þurfi mynd eða samantekt eða annað.
  4. Deila pistli á samfélagsmiðlum ásamt stuttum fylgitexta. Ef ekki vinnst tími til að senda texta sem fylgir færslu í yfirlestur skal taka beina tilvitnun úr textanum og setja í gæsalappir eða notast við texta í samantekt.
     

Úrræði fyrir algeng vandamál

  • Vandamál: Mynd birtist ekki í boxi á forsíðu og í pistlaveitu.
    • Skýring: Mynd hefur aðeins verið sett í megintexta en ekki í Image.
    • Lausn: Setja mynd í Image efst á síðu. Sjá Setja inn mynd/myndir með pistli > liður 3.
       
  • Vandamál: Enginn texti birtist í boxi á forsíðu.
    • Skýring: Gleymst hefur að smella á Breyta samantekt fyrir ofan meginmálsreit og setja inn stutta lýsingu.
    • Lausn: Setja texta í samantekt.
       
  • Vandamál: Mynd birtist ekki eða birtist aðeins á litlu sniði þegar reynt er að deila á Facebook.
    • Skýring: Gleymst hefur að setja Image address í Meta Tags > Ítarlegt > Mynd.
    • Lausn: Setja Image address í Meta Tags. Sjá Tryggja myndbirtingu á samfélagsmiðlum hér að ofan. Að því búnu getur tekið töluverðan tíma fyrir Facebook að sækja breytingarnar. Hægt er að flýta fyrir með því að fara á Sharing Debugger hjá Meta, setja slóð pistils í reitinn, smella á Debug og smella síðan á Scrape Again. Þá sést strax fyrir neðan hvort Facebook hafi sótt myndina.
      • Athugasemd: Athugið að þetta er aðeins hægt ef slóðin hefur þegar verið límd inn í færslureit á Facebook (ekki er nauðsynlegt að hafa birt færsluna).