Skip to main content

Viðburðir

Vendipunktar. Aðfluttar kvenraddir

Vendipunktar. Aðfluttar kvennaraddir. Turning points. Immigrant women's voices.

Á viðburðinum verður flutt myndbandsverk og efnt til opinnar umræðu um 1000 ára sögu aðfluttra kvenna á Íslandi.

Viðburðurinn verður á ensku og íslensku.

Nánar um verkefnið

Aðstandendur verkefnisins eru Emily Lethbridge, rannsóknarlektor við Árnastofnun, og leikskáldið Sarah Woods en báðar eru þær breskar að uppruna.

Árið 2025 heimsóttu þær konur sem höfðu komið til Íslands sem hælisleitendur og tóku viðtal við þær. Upp úr þessum samtölum unnu þær verk þar sem sögur og orð kvennanna eiga í samræðu við sögur um landnámskonur, sér í lagi Melkorku í Laxdæla sögu og Helgu í Harðar sögu.

Markmið viðburðarins er að hefja frjóa umræðu um hvar við erum stödd og hvert við viljum stefna sem samfélag.

Verkefnið Vendipunktar snýst um konur sem hafa sest að á Íslandi á meira en 1000 ára tímabili. Þessar konur hafa yfirgefið önnur lönd til þess að gera Ísland að heimili sínu – vegna ástar – í leit að öryggi og stundum án þess að eiga annarra kosta völ.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Borgarsjóði en það er einnig hluti af rannsóknarverkefni hjá Rannís sem nefnist Kvennaspor: Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands. Rauði krossinn á Íslandi er einn af samstarfsaðilum verkefnisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis setur viðburðinn.

2026-03-03T16:00:00 - 2026-03-03T18:00:00