Skip to main content

Viðburðir

Alþjóðleg vinnustofa um gerð námsefnis fyrir tungumálakennslu á netinu

27.11.2019 - 09:00 to 29.11.2019 - 17:00
Trnava háskóli
Trnava háskóli

Alþjóðleg vinnustofa um gerð námsefnis fyrir tungumálakennslu á netinu verður haldin í Háskólanum í Trnava í Slóvakíu 27.–29. nóvember. Vinnustofan ber yfirskriftina Hands-on workshop on using LARA og er studd af verkefninu enetCollect (COST CA16105). Fjölmargir fræðimenn og kennarar frá Evrópu munu sækja vinnustofuna, meðal annars sex manna hópur kennara í íslensku sem öðru máli við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og verkefnisstjóri hjá Icelandic Online. Verkefnið LARA notar Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (BÍN), íslenskan markara og lemmaldið Nefni til að auðvelda undirbúning á textum fyrir þýðingar og til að setja tengla við hvert orð sem finnst bæði í upprunalegum texta á íslensku og í BÍN. Skipuleggjandi málstofunnar frá Íslandi er Branislav Bédi, verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

2019-11-27T09:00:00 - 2019-11-29T17:00:00
Skrá í dagbók
-