Skip to main content

Viðburðir

Annars hugar: Helen Cova

26. mars
2024
kl. 16–17

Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Þriðjudaginn 26. mars kl. 16–17 verður fluttur annar fyrirlesturinn af þremur í fyrirlestraröðinni Annars hugar í fyrirlestrasal Eddu. Fyrirlestraröðin er á vegum námsgreinarinnar Íslenska sem annað mál, í samstarfi við Árnastofnun og Málvísindastofnun. Fyrirlesararnir eru rithöfundar og skáld og skrifa á íslensku sem þau hafa lært sem annað mál. Í fyrirlestrunum segja þau frá sjálfum sér og lesa upp úr verkum sínum.

Fyrirlesari að þessu sinni er Helen Cova.

Helen Cova er venesúelsk-íslenskur þverfaglegur rithöfundur. Meðal verka hennar eru barnabækur, ljóð, ritgerðir og smásögur. Bækur hennar hafa komið út á nokkrum tungumálum, þar á meðal íslensku, ensku, spænsku og persnesku. Verk Helenar hafa einnig verið birt í tímaritum, svo sem á Íslandi, auk þess að hafa verið valin í alþjóðleg verkefni eins og Lunar Codex og Ordskælv. Helen er núverandi forseti Ós Pressunnar og stofnandi og forstjóri forlagsins Karíba.

Léttar veitingar og spjall að erindi loknu.

2024-03-26T16:00:00 - 2024-03-26T17:00:00