Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Viðburðir

Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis

04.05.2023 - 09:00 to 05.05.2023 - 17:00
Basel
Basel

Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis verður haldinn 4.–5. maí í Háskólanum í Basel í Sviss. Rætt verður m.a. um framhald íslenskukennslu í háskólum erlendis og ársskýrsla 2022–2023 verður kynnt.

Kennsla í íslensku og íslenskum fræðum við erlenda háskóla er mikilvægur þáttur í kynningu á íslenskri menningu og til eflingar íslenskri tungu. Þess vegna er eðlilegt að styðja þessa kennslu og auka hana, bæta starfsskilyrði og starfskjör kennaranna, efla kennsluefnisgerð og fjölga möguleikum til náms og námsstyrkjum.

 

Ljósm.: Eryk Piotr
2023-05-04T09:00:00 - 2023-05-05T17:00:00
Skrá í dagbók
-