Skip to main content

Viðburðir

Árna Magnússonar fyrirlestur

13.11.2021 - 17:00 to 13.11.2021 - 18:00
Már Jónsson
Már Jónsson

Árna Magnússonar fyrirlestur verður haldinn á afmælisdegi hans 13. nóvember.

Fyrirlesari er Már Jónsson sagnfræðingur og nefnir hann erindi sitt: Óvenjuleg veikindi á 17. öld.

Fyrirlesturinn verður auglýstur nánar síðar.

Hér má sjá ágrip af fyrirlestri Más:

Allt fer til andskotans nema fólk hegði sér á tiltekinn hátt, geri eitt en ekki annað. Ógnin sem þá vofir yfir er ósýnileg og enginn er óhultur. Hún kemur að fólki þegar minnst varir og ekkert getur stöðvað hana. Þeir sem verða fyrir henni veikjast eða örkumlast og sumir deyja. Með þvílíkum hætti upplifði alþýða manna á 17. öld galdra og gjörninga sem lágu í landi og var óspart beitt af mönnum sem óttast mátti að væru handbendi djöfulsins. Í erindinu verður þeim aðferðum lýst sem meintir galdramenn töldust ráða yfir til að valda öðrum skaða, með áherslu á líkamlega snertingu, orðafar, augnaráð og áhrif úr fjarska. Út frá þeirri greiningu verður lagt mat á það hvernig hægt var að afhjúpa slíka ógjörninga og hvernig úr því var skorið hvað væru eiginlegir galdrar og hvað ekki. Árni Magnússon var einn þeirra manna sem svo kváðu galdrafárið niður og verður vikið að hugmyndum hans í ljósi þess að í byrjun 18. aldar virtist sem ógnin væri gufuð upp.

2021-11-13T17:00:00 - 2021-11-13T18:00:00
Skrá í dagbók
-