Skip to main content

Viðburðir

Bergsveinn Birgisson flytur erindi á vegum Vinafélags Árnastofnunar

Vinafélag Árnastofnunar stendur fyrir viðburði í Eddu 23. október þar sem Bergsveinn Birgisson mun ræða um bók sína Svarti víkingurinn sem út kom 2016. Bókin vakti töluverða athygli þegar hún kom út og hefur notið mikilla vinsælda.

Í erindinu mun Bergsveinn fjalla um landnámið og heimildir um það í ljósi þess sem hann kallar upprunamýtu Íslands og var búin til á hámiðöldum.

Stuðst er við rannsókn á einum víðtækum landnámskjarna sem Geirmundur heljarskinn veitti forstöðu og það dæmi skoðað í ljósi norrænna heimilda en Geirmundur er einmitt söguhetja bókarinnar.

Erindið hefst kl. 17 í fyrirlestrasal Eddu.

Vakin er athygli á því að handritasýningin Heimur í orðum er opin alla daga nema mánudaga kl. 10–17. 

2025-10-23T17:00:00 - 2025-10-23T18:00:00