Skip to main content

Viðburðir

Dagur íslenskrar tungu 2015

16. nóvember
2015
kl. 12

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í tuttugasta sinn mánudaginn 16. nóvember 2015. Þá skal draga fána að hún á húsum opinberra stofnana. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því að nota 16. nóvember, eða dagana þar í kring, til að hafa íslenskuna alveg sérstaklega í öndvegi.

Vefur dags íslenskrar tungu

Síða dags íslenskrar tungu á Facebook

2015-11-16T12:00:00