Hugvísindaþing 2025 verður haldið 7.–8. mars. Árnastofnun lætur sitt ekki eftir liggja og munu fjölmargir núverandi og fyrrverandi starfsmenn kynna rannsóknir sínar á þessum vettvangi.
Dr. Shilpa Khatri Babbar, gestakennari í indverskum fræðum við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um gömul indversk handrit. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.