Skip to main content

Viðburðir

Er Niflungahringurinn kominn heim?

Vinafélag Árnastofnunar stendur fyrir viðburði fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17 í fyrirlestrasal Eddu.

Hundur í óskilum.
Hundur í óskilum.
Borgarleikhúsið

Er Niflungahringurinn kominn heim? Hjörleifur Hjartarson segir frá glímu sinni við Niflungahring Richards Wagners sem nú er á fjölum Borgarleikhússins í endursögn hans og flutningi Hunds í óskilum. Ásamt honum mæta þau Eiríkur Stephensen og Katla Margrét Þorgeirsdóttir og flytja tóndæmi.

Tilvalið er að fara á sýninguna Heimur í orðum á undan eða fá sér kaffi á kaffihúsinu Ými.

Allir velkomnir.

Viðburður á Facebook

2025-11-20T17:00:00 - 2025-11-20T18:00:00