Skip to main content

Viðburðir

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins: Hjördís Erna Sigurðardóttir

21. nóvember
2015
kl. 13.15–15
Oddi við Sturlugötu. Mynd fengin af vef Háskóla Íslands.

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins
Fyrirlesari: Hjördís Erna Sigurðardóttir
21. nóvember kl. 13.15
Odda við Sturlugötu, stofu 106

 

Laugardaginn 21. nóvember næstkomandi heldur Nafnfræðifélagið fræðslufund í Odda, húsi Háskóla Íslands, stofu 106, kl. 13.15.  Þá talar Hjördís Erna Sigurðardóttir sagnfræðingur um störf Örnefnanefndar og nafnaval lögbýla á 20. öld.

Bæjarnöfn eru sérnöfn. Þau virðast vera mitt á milli þess að þjóna sama tilgangi og örnefni en þó eiga þau ýmislegt sameiginlegt með mannanöfnum. Tilgangur bæjarnafna er að sjálfsögðu að vísa í tiltekið svæði, að því leyti eru þau vissulega örnefni og að einhverju leyti lýsandi fyrir landið eða tiltekinn hluta landsins sem þau tilheyra.

 

2015-11-21T13:15:00 - 2015-11-21T15:00:00