Skip to main content

Viðburðir

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins: Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir

24. september
2016
kl. 13.15–15

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins

Tími: Laugardaginn 24. september 2016, kl. 13.15.

Staður: stofa 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands.

Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir, BA í mannfræði, heldur fyrirlestur sem hún nefnir

Svo er hver sem heitir? - Hugleiðingar um nöfn, þýðingar og mátt þeirra. 

Fyrirlesarinn lýsir innihaldi erindisins svo: „Áhugi á nöfnum hefur fylgt mér svo lengi sem ég man. Nöfn segja manni svo ótal margt. Í rannsóknum mínum og skrifum hef ég velt því fyrir mér hvaðan þessi fyrirbæri koma, hvernig þau eru valin, hvað þau segja okkur um fólk, hvernig þau móta einstaklinginn og í raun hvernig þau yfir höfuð ganga upp. Þessi félagslegi samningur um að barni sé gefið nafn og samfélagið noti það þar eftir myndi líklega hljóma eins og lygi ef við þekktum hann ekki öll svona vel. 

Það sem ég mun kannski einna  helst leitast við að fjalla um er sú saga sem nafn getur borið og hvernig það getur sagt manni sögu einstaklingsins sem ber það eða gaf það. 

Ég mun óska eftir spurningum úr sal og hvetja alla til þess að leggja orð í belg og vonandi munu skapast lifandi umræður um þennan málaflokk sem við öll eigum sameiginlegan áhuga á.“

2016-09-24T13:15:00 - 2016-09-24T15:00:00