Skip to main content

Viðburðir

Fundur hjá Íðorðafélaginu

Fundur hjá Íðorðafélaginu verður haldinn þriðjudaginn 11. nóvember kl. 16.30 í fyrirlestrasal á 1. hæð í Eddu.

Dagskrá

Sigrún Þorgeirsdóttir kynnir Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins.

Kynning á erindinu

Fjallað verður um safn íðorða sem orðið hefur til hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins.

Allt frá stofnun þýðingamiðstöðvarinnar árið 1990 hefur íðorðum og föstum orðasamböndum, sem tengjast hinum margvíslegu sviðum EES-samningsins, verið safnað saman í íðorðasafn. Safnið nefnist Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar.

Einnig hafa íðorð úr öðrum lagatextum, t.d. alþjóðasamningum og öðrum Evrópusamningum, verið færð inn í Hugtakasafnið.

Greint verður frá fyrirkomulagi íðorðastarfs hjá þýðingamiðstöðinni, m.a. vinnslu íðorðalista með aðstoð gervigreindar, og íðorðateyminu sem aðstoðar þýðendur við að finna eða búa til íslensk jafnheiti enskra íðorða í nýjum textum.

Einnig verður fjallað um gæðaeftirlit með íðorðastarfinu og uppbyggingu og ritstjórn Hugtakasafnsins.

Viðburður á Facebook

2025-11-11T16:30:00 - 2025-11-11T17:30:00