Skip to main content

Viðburðir

Fyrstu stjörnufræðingarnir: Hvernig fræðaþulir meðal frumbyggja rýna í stjörnurnar

28. mars
2023
kl. 16.30–18

Þriðjudaginn 28. mars mun Duane Hamacher, dósent í þjóðlegri stjörnufræði, halda fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi á vegum Árnastofnunar og Miðaldastofu í samvinnu við þjóðfræðideild og Íslensku- og menningardeild HÍ.

Í frumbyggjasamfélögum víða um heim búa langreyndir fræðaþulir yfir mikilli þekkingu á stjarnhimninum. Þeir kenna að allt hér á jörðu sé sem á himni – og að allt á himni speglist í jarðlífinu. Þessi lifandi þekkingarkerfi byggjast á yfirgripsmiklum reynsluvísindum og geyma minningar um náttúruviðburði, hringrásarferli og einstaka atburði sem breyta hefðbundnum vestrænum hugmyndum um eðli vísinda og langlífi munnlegrar hefðar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvaða máli frumbyggjastjörnufræði skipti fyrir hugmyndir okkar um vísindasögu og -heimspeki; hvernig þessi djúpa þekking geti leitt til nýjunga í stjarneðlisfræði, betri skilnings á náttúruvá og á loftslagsbreytingum, og hvernig við getum öðlast nýjan skilning með því að vestrænir vísindamenn haldi áfram að vinna með fræðaþulum í samfélögum frumbyggja.

Duane Hamacher er dósent í þjóðlegri stjörnufræði við eðlisfræðideild Melbourne-háskóla í Ástralíu; sem stendur er hann CAPAS-gestafræðimaður við miðstöð í heimsenda og eftir-heimsendafræðum við Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Duane er höfundur bókarinnar The First Astronomers: How Indigenous Elders Read the Stars (Allen & Unwin, 2022), ásamt sex fræðaþulum úr frumbyggjasamfélögum í Ástralíu. Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og allur ágóði af sölu hennar fer til góðgerðarmála meðal frumbyggja.

Sérstakur stuðningsaðili: Stjörnuskoðunarhúsið á Hótel Rangá.

 

Viðburðinum verður streymt hér.

 

 

2023-03-28T16:30:00 - 2023-03-28T18:00:00