Skip to main content

Viðburðir

Handritasmiðja í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi

6. apríl
2022
kl. 15.30–17

Fulltrúar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ætla að heimsækja Amtsbókasafnið miðvikudaginn 6. apríl kl. 15 og bjóða upp á skemmtilega smiðju fyrir börn og fjölskyldur.

Gestir verða leiddir inn í heim horfinnar verkmenningar og fá innsýn í handverk við bókagerð á miðöldum. Þátttakendum býðst að spreyta sig á að skrifa á bókfell með fjaðurpenna og bleki eins og tíðkaðist við ritun fornu skinnhandritanna.

Hægt verður að skoða verkfærin sem notuð voru við bókagerðina og fá fræðslu um það hvernig skinnin voru verkuð og bækur búnar til.

2022-04-06T15:30:00 - 2022-04-06T17:00:00